Fyrsti fundur leikársins hjá Leikfélagi Sauðárkróks

Frá uppsetningu Leikfélags Sauðárkróks á Dýrunum í Hálsaskógi árið 2016. Mynd: Facebooksíða Leikfélags Sauðárkróks.
Frá uppsetningu Leikfélags Sauðárkróks á Dýrunum í Hálsaskógi árið 2016. Mynd: Facebooksíða Leikfélags Sauðárkróks.

Fyrsti fundur leikársins hjá Leikfélagi Sauðárkróks verður haldinn í Tjarnarbæ í dag, fimmtudag 23. ágúst, klukkan 18:00. Nú eru æfingar að hefjast á haustverkefni félagsins og óskar leikfélagið eftir fólki til hinna margvíslegu starfa sem fylgja uppsetningu á leikriti.

Í auglýsingu frá félaginu kemur fram að stefnt er að því að setja upp leikrit sem ber nafnið Ævintýrabókin eftir Pétur Eggerz. Í því eru margar persónur og vantar því marga leikara á öllum aldri (ekki þó yngri en í 10: bekk) en auk þess vantar fólk til að vinna við búninga, sviðsmynd, leikmuni, hljóð og ljós, miðasölu og margt fleira. 

Ætlunin er að hafa fyrsta samlestur strax eftir fundinn og er því mikilvægt að allir þeir sem áhuga hafa á að starfa með láti sjá sig. Hvetur leikfélagið ungt fólk sérstaklega til að mæta.

Ef einhver þarf á nánari upplýsingum að halda svarar Sigurlaug Dóra, formaður Leikfélags Sauðárkróks, í síma 862-5771.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir