Fyrsti heimaleikur Tindastóls verður innanhúss á útivelli
Tindastóll spilar fyrsta heimaleik sinn í 1. deildinni þetta sumarið laugardaginn 18. maí. Vegna aðstæðna á Sauðárkróksvelli er ekki nokkur leið að spila leikinn á Króknum og verður hann því leikinn í Boganum á Akureyri og munu Stólar og Völsungar hefja tuðrusparkið kl. 17:00 að staðartíma.
Veðurspáin er ágæt og ættu bæði lið að komast á leikstað, Stólarnir yfir Öxnadalsheiðina og Húsvíkingar um Víkurskarð. Stuðningsmenn Tindastóls eru hvattir til að mæta í Bogann og styðja sína menn enda má reikna með að um hörkuslag verði að ræða, ekki síst vegna þess að Völsungar hafa oftar en ekki þvælst svolítið fyrir Stólunum inni á knattspyrnuvellinum.
Áfram Tindastóll!