Fyrsti lax sumarsins kominn á land í Blöndu

Rúdólf Jósefsson og Sigmundur Sigurðsson. Mynd: Höskuldur B. Erlingsson.
Rúdólf Jósefsson og Sigmundur Sigurðsson. Mynd: Höskuldur B. Erlingsson.

Veiði hófst í Blöndu í morgun. Feykir hafði samband við Höskuld B. Erlingsson sem er við ána. Höskuldur hafði þetta að segja um fyrstu klukkutímanna í Blöndu.

,,Veiðin hófst í Blöndu kl. 7:00 í morgun og það alveg á slaginu.  Um kl. 7:20 setti veiðimaðurinn Rúdólf Jósefsson í og landaði skömmu síðar fyrsta laxi sumarsins í Dammi norður. Laxinn var 80 sentimetra hrygna tekin á maðk.  Nánast á sama augnabliki var kominn lax á í Dammi suður og var honum landað einnig. Um kl. 9:00 voru fjórir laxar komnir á land og þar af hafði leigutaki árinnar Árni Baldursson fengið tvo laxa á Breiðunni að sunnan á fluguna Frigga. Aðstæður til veiða eru hins vegar ekki upp á sitt besta, mikið vatn í ánni og vatnið frekar litað."

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir