Fyrstu háhraðatengingar Símans og Fjarskiptasjóðs í gagnið í dag

Fyrstu háhraðatengingar í verkefni Símans og Fjarskiptasjóðs verða teknar í gagnið í dag þegar tengdir verða nokkrir bæir í Hjaltadal í Skagafirði. Fyrsta formlega tengingin verður á Kálfsstöðum klukkan 13 á morgun, fimmtudag, þar sem búa hjónin Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hrossasjúkdóma, og Ólafur Sigurgeirsson fiskalíffræðingur.

Vinna við uppbygginguna hefst í Skagafirði og á þessu ári verða tekin fyrir svæði á Norður- og Austurlandi auk Vestfjarða en á næsta ári svæði á Vestur- og Suðurlandi. Síminn og Fjarskiptasjóður eru að skipuleggja um þessar mundir áætlun um í hvaða röð staðir á þessum svæðum verða tengdir en alls verða þeir um 1.800.

Áætlað er að tengingu þessara tæplega 1800 staða ljúki við lok næsta árs. Þau heimili sem þiggja þjónustuna munu hafa kost á að minnsta kosti 2Mb/s tengingu en það er margfaldur hraði miðað við þann hraða sem nú er í boði á þessum stöðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir