Gaf 50 þúsund til Bleiku slaufunnar
feykir.is
Skagafjörður
24.10.2014
kl. 14.58
Skagfirðingurinn Hólmfríður Lilja Böðvarsdóttir hjá Skvetta handverki hannaði og seldi falleg armbönd með Bleiku slaufunni á 2.000 kr. í október. Af hverju seldu armbandi rann 1.000 kr. til styrktar Krabbameinsfélagsins.
Hólmfríður kom við hjá Krabbameinsfélaginu á föstudaginn og afhenti 50.000 kr. Hólmfríður er frá Brúnastöðum í Lýtingsstaðahreppi hinum forna en er nýflutt í Kópavoginn. Hún ætlar að vera með söluborð á markaði sem auglýstur hefur verið í Húsi frítímans á Sauðárkróki laugardaginn 1. nóvember og þar verður m.a. hægt að fá armböndin vinsælu.