Gáfu skipverjum hjartastuðtæki

Frá vinstri: Guðrún, Gísli, Snorri, Jón Eðvald, Bjarni og Erla. Mynd: PF.
Frá vinstri: Guðrún, Gísli, Snorri, Jón Eðvald, Bjarni og Erla. Mynd: PF.

Áhöfnin á Drangey fékk glænýtt hjartastuðtæki að gjöf frá tryggingafélaginu VÍS þegar skipið var vígt og skírt við hátíðlega athöfn um helgina. FISK, sem gerir skipið út, og VÍS hafa um árabil verið í öflugu og farsælu forvarnarsamstarfi til sjós í samvinnu við Slysavarnarskóla sjómanna. Það þótt því liggja beint við, þegar kom að því að velja gjöf vegna tilefnisins, að færa skipverjum mikilvægt öryggistæki.

Á tækinu voru skilaboð frá VÍS um mikilvægi þess að setja hjartað í öryggismál sjómanna, svo allir komi heilir heim. Þau sem tóku við gjöfinni fyrir hönd áhafnarinnar á Drangey voru þau Guðrún Sighvatsdóttir öryggis- og skrifstofustjóri FISK, Snorri Snorrason skipstjóri á Drangey, Jón Eðvald Friðriksson framkvæmdastjóri FISK og Erla Jónsdóttir fjármálastjóri. Fyrir hönd VÍS afhentu gjöfina þeir Gísli Nils Gíslason sérfræðingur í forvörnum og Bjarni Guðjónsson viðskiptastjóri í sjávarútvegi.

/ Fréttatilkynning

Fleiri fréttir