Gagnagrunnur um um menningartengda þjónustu á Norðurlandi

Selasetur Íslands á Hvammstanga. Mynd:FE
Selasetur Íslands á Hvammstanga. Mynd:FE

SSNV og Eyþing hafa í sameiningu tekið í notkun yfirgripsmikinn gagnagrunn um um menningartengda þjónustu á Norðurlandi. Verkefnið hefur hlotið nafnið Menningarbrunnur en það hlaut styrk úr Sóknaráætlun Norðurlands eystra sem áhersluverkefni árið 2015.

Menningarbrunnur - Gagnagrunnur um menningartengda þjónustu á Norðurlandi mun verða aðgengilegur á heimasíðu Eyþings, SSNV, Markaðsstofu Norðurlands, Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga og heimasíðum allra sveitarfélaga á Norðurlandi. Skráning í grunninn er aðilum að kostnaðarlausu en skráning og viðhald upplýsinga verður í höndum Eyþings og SSNV. Í gagnagrunninum verður að finna upplýsingar um:

  • hátíðir
  • húsnæði
  • hönnunarhús/gallerí
  • menningarstofnanir/félög
  • svæðisbundna fjölmiðla
  • söfn/setur
  • tónlist
  • útilistaverk
  • vinnustofur listamanna. 

Frekari upplýsingar um gagnagrunninn veita Ingibergur Guðmundsson verkefnastjóri hjá SSNV, netfang ingibergur@ssnv.is og Vigdís Rún Jónsdóttir verkefnastjóri menningarmála hjá Eyþingi, vigdis@eything.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir