Farið var annars vel yfir málið í grein Bryndísar Haraldsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins og fyrsta varaforseta Alþingis, á Vísi á dögunum þar sem fram kom meðal annars að Hildur hefði engin fyrirmæli fengið frá Þórunni Sveinbjarnardóttur, forseta þingsins, um að þingfundur ætti að standa lengur en til miðnættis en hefð væri fyrir því að varaforsetar minnihlutans mönnuðu ekki forsetavaktir eftir þann tíma þegar starfsáætlunin hefði verið felld úr gildi.
Kveðið væri einnig skýrt á um það í vinnureglum forseta Alþingis um stjórn þingfunda að forsetar ættu að huga að því hvenær heppilegt væri að fresta fundi svo honum lyki fyrir settan tíma. Við þær aðstæður þyrfti að gera ráð fyrir þeim tíma sem það tæki síðasta ræðumann að fullnýta ræðutíma sinn og að fá full andsvör áður en að þingfundi væri frestar. Hefði Hildur ekki frestað fundinum á umræddum tímapunkti hefði það farið gegn þessum reglum.
Við þessu, að farið væri eftir þeim lögum og reglum sem í gildi eru, kusu ráðherrar ríkisstjórnarinnar að bregðast með því að saka Hildi um valdarán og spyrja hvort stjórnarskipti þyrftu að fara fram með þeim hætti að fyrrverandi ráðamenn væru teknir undir húsvegg og skotnir. Stjórnarliðum veitir líklega ekki af því að kynna sér til dæmis þingskaparlögin betur. Mun fleira en einungis kjarnorkuákvæðið svonefnt löngu áður en nokkurt tilefni var til þess.
Hjörtur J. Guðmundsson
sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur