Gangnamaður í vandræðum

Björgunarsveitir úr Skagafirði og Húnavatnssýslu leituðu gangnamanns sem saknað hafði verið við Hrossafell í gær. Maðurinn var við leitir þegar hann missti frá sér hestinn þannig að hann þurfti að fara á eftir honum.

Um klukkan 10 í gærmorgun náðist samband við manninn, hafði hann þá náð hesti sínum og var sagt að koma í Kambadal og hitta félaga sína. Síðan spurðist ekkert til mannsins fyrr en  um klukkan 10 í gærkvöldi er hann kom að bænum Ketu á norðvestanverðum Skaga ómeiddur, en kaldur og þrekaður.

Um 50 björgunarsveitamenn tóku þátt í leitinni ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar en leitarskilyrði voru slæm, þokusuddi og rigning.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir