Gauksmýri fær Hvatningarverðlaun

Á nýliðinni Uppskeruhátíð Ferðaþjónustu bænda veitti skrifstofa Ferðaþjónustu bænda sex bæjum innan samtakanna viðurkenningar. Samkvæmt vef Ferðaþjónustu bænda er það í fjórða sinn sem skrifstofan veitir verðlaun sem þessi en viðurkenningar voru veittar í tveimur flokkum.

Í flokknum Hvatningarverðlaun Ferðaþjónustu bænda 2014 fengu eftirfarandi viðurkenningu:

  • Fossatún í Borgarfirði
  • Vogur á Fellsströnd
  • Gauksmýri í Húnaþingi

Í flokknum Framúrskarandi ferðaþjónustubær 2014 fengu eftirfarandi viðurkenningu:

  • Einishús á Einarsstöðum
  • Hótel Lækur í Hróarslæk
  • Hótel Eldhestar á Völlum í Ölfusi

Fleiri fréttir