Gef kost á mér í 1. til 2. sæti í forvali Vg í Norðvesturkjördæmi
Ég undirritaður Lárus Ástmar Hannesson, í Stykkishólmi, býð mig fram í 1. – 2. Sætið á lista í forvali Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í Norðvesturkjördæmi, fyrir komandi Alþingiskosningar. Ég hef tekið virkan þátt í starfi VG um árabil, verið varaþingmaður frá 2013. Ég hef setið í bæjarstjórn Stykkishólms í tíu ár, verið forseti bæjarstjórnar í 4 ár, um tíma formaður bæjarráðs og bæjarstjóri í lok síðasta kjörtímabils. Ég er búfræðingur og kennari að mennt.
Ég er formaður Landssambands hestamannafélaga frá 2014 og formaður Landsmóts ehf einnig frá 2014.
Ég er fæddur í Stykkishólmi 1966 og hef búið þar mestan part ævinnar. Ég er giftur Maríu Ölmu Valdimarsdóttur rekstrarfræðingi hjá Sæferðum. María er frá Akranesi og eigum við fjögur börn Hrefnu Rós (1994), Halldóru Kristínu (1997), Önnu Soffíu (1999) og Valdimar Hannes (2003).
Ég hef mikinn áhuga á samfélagsmálum og þá ekki síst málefnum landsbyggðarinnar og að hún fái tækifæri að nýta þá möguleika til uppbyggingar sem á hverju svæði eru og þjónusta við íbúana sé eins og best verður á kosið.
Lárus Ástmar Hannesson Stykkishólmi
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.