Gefa fólki í neyð 40.000 máltíðir

Höfuðstöðvar Kaupfélags Skagfirðinga, Skagfirðingabúð og mjólkursamlag. Mynd: PF
Höfuðstöðvar Kaupfélags Skagfirðinga, Skagfirðingabúð og mjólkursamlag. Mynd: PF

Kaupfélag Skagfirðinga og dótturfyrirtæki þess í matvælaframleiðslu ætla að gefa fólki í erfiðleikum matvöru, sem svarar til 40.000 máltíða, fram til jóla. „Þetta er alger himnasending,“ segir Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálparinnar, í Morgunblaðinu í dag.

„Þetta er viðleitni okkar til þess að aðstoða fólk sem á í tímabundnum erfiðleikum vegna kórónuveirunnar og afleiðinga hennar,“ segir Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga, í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag. „Það kreppir víða að í þjóðfé­laginu þessa dagana, en það á enginn að líða neyð vegna þess. Það er mikilvægt að við stöndum saman í þeirri baráttu.“

Þetta er alger himnasending,“ segir Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálparinnar en þörfin fyrir aðstoð af þessu tagi sé gríðarleg og aukist dag frá degi. „Þetta er stærsta matargjöf allra tíma og hún gæti ekki komið á betri tíma,“ segir Ásgerður Jóna í Morgunblaðinu og bætir við að þörfin hafi aldrei verið meiri ekki einu sinni í hruninu.

Frétt Mbl.is um málið má finna HÉR

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir