Gefið skagfirskt gæðablóð
Blóðbankabíllinn heldur áfram ferð sinni um landið og næsti viðkomustaður hans er Skagafjörður. Því vilja forsvarsmenn Blóðbankans hvetja Skagfirðinga til að taka tímann frá og gefa blóð.
Bílinn verður við Skagfirðingabúð á Sauðárkróki þriðjudaginn 14. maí milli kl.12:00-17:00 og miðvikudaginn 15. maí milli kl.09:00-11:30. Í tilkynningu frá Blóðbankanum eru menn hvattir til að mæta með skagfirskt gæðablóð og gefa líf.
