Gerir lokatilraun til að ná Ólympíulágmarkinu um helgina
feykir.is
Íþróttir, Vestur-Húnavatnssýsla
06.07.2012
kl. 09.52
Helga Margrét Þorsteinsdóttir mun keppa um helgina á franska meistaramótinu í fjölþrautum í Aubagne í Frakklandi. Þetta verður lokatilraun Helgu til þess að ná Ólympíulágmarki í sjöþraut fyrir Ólympíuleikana í London eftir mánuð.
Ólympíulágmarkið er 5.950 stig en Helga á best 5.878 stig.
Hér má sjá heimasíðu mótsins.