Gerpla býður skagfirskum ungmennum á fimleikaæfingu
Fimleikafólk úr Gerplu leggur nú af stað í hringferð um landið. Tilgangurinn er að kynna fimleika fyrir fólki á landsbyggðinni og vekja um leið athygli á Unglingalandsmóti UMFÍ, vímuefnalausri íþrótta- og fjölskylduhátíð sem haldin verður um verslunarmannahelgina í Borgarnesi. Hópurinn stoppar á alls fimm stöðum á leið sinni um landið.
Fimmtudaginn 22. júlí n.k. mun hópurinn koma á Sauðárkrók og halda æfingabúðir kl. 16:30 í íþróttahúsinu þar sem börnunum gefst tækifæri á að læra grunnæfingar í fimleikum af mörgu af hæfasta fimleikafólki í Evrópu. Í framhaldi af því mun hópurinn halda um 10 mínútna fimleikasýningu þar sem þær sýna listir sínar fyrir áhugasama.
Í hópnum er margt af besta fimleikafólki landsins og enginn ætti að vera svikinn af þessu. Æfingabúðirnar kosta 1000 krónur (greitt á staðnum) og stendur æfingin í um það bil klukkustund og hvetjum við foreldra að koma og fylgjast með.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.