Gísli breytir ósk um ótímabundið leyfi yfir í tímabundið
Feykir.is sagði frá því á mánudag að Gísli Árnason myndi óska lausnar úr sveitastjórn á næsta fundi sveitastjórnar og þegar fréttin var borin undir Gísla staðfesti hann fréttina en vildi ekki gefa upp ástæðu þess að hann nú ákveður að stíga til hliðar. Sagði hana persónulega.
Samkvæmt heimildum Feykis sótti Gísli fyrst eftir ótímabundnu leyfi en slíkt mun ekki vera leyfilegt samkvæmt sveitastjórnarlögum. Gísli hefur því fengið 2 ára leyfi frá 21. september 2010 til 21. september 2012. Gísli vill ekki tjá sig um málið.