Gísli nýr formaður Karlakórsins Heimis

Eyhiltingurinn Gísli Árnason hefur tekið við formannssæti stjórnar Karlakórsins Heimis, af Jóni Sigurðssyni, en samkvæmt heimasíðu kórsins er Gísli enginn nýgræðingur í stjórnarstörfum fyrir kórinn og „var vart af barnsaldri þegar hann hóf að syngja með kórnum.“ 

Á aðalfundi félagsins sem haldinn var þann 16. febrúar sl. gengu þeir Guðmundur Þór Guðmundsson á Stóru-Seylu og Jón Sveinsson frá Sauðárkróki í stjórn kórsins en Gunnar Sandholt gekk úr stjórn, ásamt Jóni. Þeir eru þó síður en svo sestir í helgan stein, hvorki í söng né viðvikum fyrir Karlakórinn, segir á heimasíðu kórsins.

 

Fleiri fréttir