Gísli vill viðræður við kröfuhafa vegna gjaldþrots Jarðgerðar
Gísli Árnason telur mikilvægt að Byggðaráð Skagafjarðar hefji nú þegar viðræður við kröfuhafa Jarðgerðar ehf. um möguleika þess að í sveitafélaginu verði áfram sambærileg starfsemi og fyrirtækið Jarðgerð ehf var stofnað til.
Á fundi Byggðaráðs var lagður fram til kynningar úrskurður Héraðsdóms Norðurlands vestra frá 20. apríl sl., um gjaldþrot Jarðgerðar ehf.
Töldu aðrir Byggðaráðsfulltrúar ekki tímabært að fara í formlegar viðræður við kröfuhafa, en fólu sveitarstjóra að kanna leiðir sem mögulegar eru til að halda starfseminni áfram á svæðinu.
Samkvæmti heimildum Feykis mun Byggðastofnun vera aðalkröfuhafi í þrotabú Jarðgerðar ehf.