Gjöld lækka sem nemur framlagi eins mánaðar

Samkvæmt endurskoðaðri fjárhagsáætlun Skagastrandar fyrir árið 2010 lækka gjöld ársins sem nemur framlagi eins mánaðar. Tekjur ársins 2010 verða því 40.590.000 en gjöld 45.687.000.

 Þá hafa drög að fjárhagsáætlun fyrir 2011 verið kynnt. Samkvæmt þeim verða tekjur ársins 46.090.000 en gjöld verða 46.031.000. Sveitarstjórn samþykkti á síðasta fundi sínum  að óska eftir að stjórn byggðasamlagsins endurskoði fjárhagsáætlun 2011 og leiti leiða til lækkunar á rekstrarkostnaði næsta árs.

Fleiri fréttir