Glæsilegur sigur hjá stelpunum
Tindastóll/Neisti sigraði HK/Víking í hörkuleik fyrr í kvöld í norðankalda á Sauðárkróksvelli 2-1. Komust í 4. sætið fyrir vikið með 12 stig.
Það voru ekki kjöraðstæður til að leika knattspyrnu á Sauðárkróki í kvöld þegar Tindastóll/Neisti tók á móti HK/Víkingi í 1. deild kvenna. T/N lék fyrri hálfleikinn undan stífri norðanáttinni og skapaði sér mörg færi en HK/Vík. áttu fáar hættulegar sóknir og oft fóru sendingar þeirra forgörðum á móti vindinum þar sem þær náðu ekki að halda boltanum niðri. Á 27. mínútu dróg til tíðinda þegar Tindastóll fékk dæmda aukaspyrnu rétt utan vítateigs sem Svava Rún tekur og boltinn fer í Þóru Rut og í markiðog eitt núll fyrir T/N. Skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks komst Brynhildur inn fyrir vörn andstæðinganna og ein á móti markmanni sendi hún boltan að marki sem hafnaði á innanverðri stöng og frá marki.
Í seinni hálfleik hélt baráttan áfram og þegar skammt var liðið af seinni hálfleik náðu sunnsnstúlkur að koma boltanum í netið eftir hornspyrnu. T/N héldu þó áfram að berjast og náðu að spila vel saman og skapa sér færi þó vindurinn ágerðist frekar. Eftir harða hríð að marki H/V náði Brynhildur að skora eftir fyrirgjöf á 65.mínútu og staðan 2-1 sem hélst til leiksloka. Gaman var að sjá hvað lið Tindastóls/Neista var baráttuglatt og ætlaði sér sigur í leiknum en með honum komst það upp fyrir Draupni í 4. sæti sem þó á einn leik eftir og tækifæri til að endurheimta það. Bjarki þjálfari var örlátur á varamennina í kvöld en hann skipti þeim öllum inn á áður en leik lauk og er óhætt að óska honum til hamingju með árangur liðsins í sumar sem hefur tekið miklum framförum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.