Góð afkoma Kaupfélagsins

Aðalfundur Kaupfélags Skagfirðinga fór fram í gær í Selinu, matsal Kjötafurðastöðvarinnar á Sauðárkróki. Fundurinn var vel sóttur og fór vel fram. Í inngangsorðum Þórólfs Gíslasonar, kaupfélagsstjóra, kom fram að rekstur félagsins á árinu 2016 hafi verið í grunninn sambærilegur og árið á undan. Hagnaður af rekstri samstæðunnar á árinu 2016 nam 1.367 milljónum króna.

Heildartekjur Kaupfélagsins voru 31,2 milljarðar sem er lítils háttar lækkun frá fyrra ári. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði er 4,2 milljarðar og er það sama tala og 2015 og einnig 2014. Rekstrarhagnaður síðustu fimm ára er því rúmlega 20 milljarðar fyrir afskriftir og fjármagnsliði. Laun og launatengd gjöld voru 7,5 milljarðar á seinasta ári sem er hækkun um hálfan milljarð frá árinu á undan.

Jóhann Már Jóhannsson, bóndi í Keflavík í pontu. Mynd: PF. Helstu rekstrareiningar Kaupfélagsins eru mjólkurafurðastöð, kjötafurðastöð, bifreiðaverkstæði, vélaverkstæði, dagvöruverslun og byggingavöruverslun sem er einnig rekstrarvöruverslun fyrir bændur.

Dótturfélög KS eru fjölmörg en þeirra stærst eru Fisk Seafood og Fóðurblandan sem aftur  eru eigendur að fjölmörgum rekstrarfélögum. Þá eru eignahlutir einnig fjölmargir í hinum ýmsu hlutdeildarfélögum.

Jón Þór Jósepsson og Kristjana Jónsdóttir fengu viðurkenningu fyrir 25 ára starf fyrir KS. Mynd: PF.Hagnaður af rekstri samstæðunnar á árinu 2016 nam 1.367 milljónum króna. Eigið fé, ásamt hlutdeild minnihluta, í lok árs 2016 nam 27.761 milljónum kr. og í árslok áttu 1.424 félagsmenn innistæður í stofnsjóði sem námu 165,6 milljónum kr.

Á fundinum voru veittar viðurkenningar fyrir 25 ára starfsaldur hjá KS en það voru þau Kristjana Jónsdóttir forstöðumaður reikningshalds og innra eftirlits KS,  Jón Þór Jósepsson framleiðslu og gæðastjóri mjólkursamlagsins og Jóhanna Grétarsdóttir starfsmaður í Skagfirðingabúð sem þær hlutu. 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir