Góð þátttaka í Söngvarakeppni Grunnskóla Húnaþings vestra

Söngvarakeppni Grunnskóla Húnaþings vestra var haldin í gær. Óvenju góð þátttaka var í keppninni og atriðin hvert öðru betra.
Sigurvegari í eldri flokki var Jóhann Smári Reynisson og fékk hann einnig verðlaun fyrir sviðsframkomu. Ásdís Aþena Magnúsdóttir hafnaði í öðru sæti og Anna Rakel Gunnarsdóttir í því þriðja.
Í yngri flokki bar Dagbjört Jóna Tryggvadóttir sigur úr bítum. Elvar Orri Sæmundsson varð í öðru sæti og í þriðja sætinu þær Valgerður Alda Heiðarsdóttir og Ísey Lilja Waage. Einnig fengu Dagbjört Jóna Tryggvadóttir og Einar Örn Sigurðsson verðlaun fyrir sviðsframkomu.