Góðir gestir í Fljótum
Þann 1. október síðastliðinn, fékk Sólgarðaskóli í Fljótum góða gesti í heimsókn.Voru þar á ferðinni 37 kennarar, sem starfa við Austurbæjarskóla í Reykjavík. Var heimsóknin liður í kynnisferð þeirra um Norðurland, en þeir höfðu mikinn áhuga á að heimækja lítinn sveitaskóla og hitta nemendur.
Starfsfólk Sólgarðaskóla bauð þeim léttan hádegisverð sem samanstóð af súpu og brauði. Að málsverðinum loknum fóru gestirnir í útsýnisferð um Fljótin, þar sem Haganesvík og stífla Skeiðsfossvirkjunnar voru m.a. skoðuð. Var mjög ánægjulegt fyrir starfsfólk eins fámennasta skóla landsins, að hitta kennara sem starfa við ólíkar aðstæður, en Austurbæjarskóli telur 450 nemendur, þar af er stór hluti af erlendum uppruna.
/Texti og mynd: Halldór G.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.