Golfklúbburinn Ós 25 ára

Þann 28. ágúst næstkomandi ætlar Golfklúbburinn Ós að halda afmælismót á Vatnahverfisvelli í tilefni af 25 ára afmæli klúbbsins. Mótið er öllum opið og vonast mótshaldarar að sjá sem flesta, ekki síst gamla félaga sem stóðu að stofnun klúbbsins fyrir 25 árum.

Eftir afmælismótið verður haldið afmælishóf á Hótel Blönduósi þar sem fram fer verðlaunaafhending afmælismóts auk annarra skemmtiatriða. Skráning á mótið er hafin á www.golf.is og þeir sem ætla að koma í skemmtilegt afmælishóf geta skráð sig á jgjon@mi.is eða hringt í síma 864 4846 í síðasta lagi miðvikudaginn 25. ágúst. Mótsgjald er 1.000 krónur og kvöldverður ásamt skemmtun kostar 3.500 krónur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir