Golfmót um helgina
Um helgina verða haldin tvö golfmót I og II, 7. og 8. ágúst á Hlíðarendavelli á Sauðárkróki. Punktakeppni í opnum flokki með forgjöf sitt hvorn daginn og peningaverðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin.
Verðlaunaafhending verður í lok beggja mótanna en saman mynda mótin eitt 36 holu mót í punktakeppni í opnum flokki. Jafnframt er keppt í karla- og kvennaflokki, 36 holur án forgjafar og verður það punktakeppni.
Nándarverðlaun verða á 6. og 15. holu báða dagana og næst holu í öðru höggi á 9. og 18 holu.