Göngur og réttir framundan

Fé í rétt. Mynd: KSE
Fé í rétt. Mynd: KSE

Nú eru göngur og réttir á næsta leiti, annasamur tími til sveita en jafnframt tími mannamóta og gleði. Því fylgir væntanlega eftirvænting hjá flestum bændum að sjá fé sitt koma af fjalli og hvernig það er haldið eftir dvöl í sumarhögunum. 

Fyrstu réttirnar á Norðurlandi vestra verða í dag, laugardaginn 1. september, þegar réttað verður í Rugludalsrétt í Blöndudal en réttirnar á svæðinu deilast að mestu á næstu tvær helgar á eftir. Feykir birtir hér lista yfir réttir á svæðinu sem unninn er upp úr Bændablaðinu. Þar er tekið fram að alltaf geti átt sér stað að villur slæðist inn í lista af þessu tagi og eins geti náttúruöflin átt þátt í að breyta fyrirætlunum með stuttum fyrirvara.

Það er alltaf gaman að skoða myndir úr réttum og þætti Feyki því vænt um ef lesendur sendu blaðinu myndir til birtingar.

Húnaþing vestra

Hamarsrétt á Vatnsnesi                laugardag 8. sept.
Hrútatungurétt í Hrútafirði            laugardag 8. sept. kl. 9:00.
Hvalsárrétt í Hrútafirði                  laugardag 15. sept. kl. 16:00. Seinni réttir sun. 30. sept. kl. 13:00.
Miðfjarðarrétt                                 laugardag 8. sept. kl. 13:00.
Valdarásrétt í Fitjárdal                   föstudag 7. sept. kl. 9:00.
Víðidalstungurétt í Víðidal            laugardag 8. sept. kl. 10:00.
Þverárrétt í Vesturhópi                  laugardag 8. sept. 

Austur-Húnavatnssýsla

Auðkúlurétt við Svínavatn             laugardag 8. sept. kl. 8:00.
Beinakeldurétt                                 þriðjudag 11. sept. kl. 9:00.
Fossárrétt                                        laugardag 8. sept. Seinni réttir lau. 15. sept.
Hlíðarrétt við Bólstaðarhlíð          sunnudag 9. sept. kl. 16:00.
Kjalarlandsrétt                                laugardag 8. sept. Seinni réttir lau. 15. sept.
Rugludalsrétt í Blöndudal             laugardag 1. sept. kl. 16:00.
Skrapatungurétt í Laxárdal           sunnudag 9. sept. kl. 9:00. Seinni réttir sun. 16. sept. kl. 9:00.
Stafnsrétt í Svartárdal                   laugardaginn 8. sept. kl. 8:30.
Sveinsstaðarétt                              sunnudag 9. sept. kl. 10:00.
Undirfellsrétt í Vatnsdal                föstudag 7. sept. kl. 12:30 og laugardag 9. sept kl. 9:oo. 

Skagafjörður

Deildardalsrétt                                laugardag 8. sept.
Flókadalsrétt í Fljótum                  laugardag 16. sept.
Hlíðarrétt í Vesturdal                     sunnudag 16. sept.
Hofsrétt í Vesturdal                       laugardag 15. sept.
Holtsrétt í Fljótum                          laugardag 15. sept.
Hraunarétt í Fljótum                      föstudag 7. sept.
Kleifnarétt í Fljótum                       laugardag 8. sept.
Laufskálarétt í Hjaltadal               sunnudag 9. sept.
Mælifellsrétt                                   sunnudag 9. sept.
Sauðárkróksrétt                             laugardag 8. sept.
Selnesrétt á Skaga                        laugardag 8. sept.
Silfrastaðarétt í Blönduhlíð          mánudag 10. sept.
Skarðarétt í Gönguskörðum        laugardag 8. sept.
Skálárrétt í Sléttuhlíð                    laugardag 15. sept.
Staðarrétt                                       sunnudag 9. sept.
Stíflurétt í Fljótum                         föstudag 14. sept.
Unadalsrétt                                    laugardag 15. sept.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir