Gríðarleg stemning á Sönglögum í Sæluviku

Tónlistarveislan Sönglög í Sæluviku fór fram í gær fyrir troðfullu húsi í Miðgarði en þar spiluðu og sungu skagfirskir tónlistarmenn ásamt gestum. Kynslóðabilið var sannarlega brúað eins og yfirskrift tónleikanna sagði til um. Óhætt er að segja að allir hafi staðið sig vel og engan veikan blett að finna enda stemningin í salnum gríðarlega góð.

Söngkonan Guðrún Gunnarsdóttir var sérlegur gestur kvöldsins og vakti hún mikla hrifningu gesta en Guðrún hafði á orði hvað þetta væri mikill heiður fyrir sig að fá að vera með. Sagði hún að kvöldið væri toppurinn á hennar ferli og segir það heilmikið um hvernig til tókst.

Hér fyrir neðan má sjá myndbrot af skemmtuninni og verða áhorfendur að taka viljann fyrir verkið því gæðin eru ekki þau bestu.

 

Aðalþema kvöldsins verða lög sem systkinin Ellý og Vilhjálmur sungu og gerðu ódauðleg á sínum tíma, ásamt fjölmörgum öðrum skemmtilegum lögum,“ segir Einar, en á sjötta tug koma að tónleikunum með einhverjum hætti, að meðtöldu tækni- og aðstoðarfólki, og því óhætt að segja að um stórtónleika sé að ræða.

http://www.youtube.com/watch?v=vhgIdjIh7eo

Fleiri fréttir