Gríðarlegur áhugi fyrir Handverkshátíð 2011

-Áhugi á handverki og hönnun er gríðarlegur og berast umsóknir nú daglega, segir í tilkynningu frá aðsrandendum Handverkshátíðarinnar í Hrafnagilsskóla. -Það er ánægjulegt að sjá að æ fleira handverksfólk og hönnuðir nýta sér Handverkshátíðina til að kynna sig og vörur sínar.

Hátíðin fer fram dagana 5. – 8. ágúst í Hrafnagilsskóla í Eyjafirði. Umsóknar fresturinn rennur út 1. maí nk.. Nánari upplýsingar má finna á www.handverkshatid.is

Fleiri fréttir