Gróska í námskeiðahaldi
feykir.is
Hestar, Vestur-Húnavatnssýsla
12.01.2015
kl. 10.56
Það er mikið um að vera í reiðhöllinni á Hvammstanga þessa dagana. Námskeiðahald er að komast í fullan gang. Um síðustu helgi var námskeið þar sem farið var yfir liðkunar- og styrktaræfingar sem nota má til að bæta reiðhestinn.
Markmið námskeiðsins var einnig að bæta samskipti knapa og hests og fá góðar hugmyndir fyrir vetrarþjálfunina.
Í kvöld hefst síðan frumtamningarnámskeið í Þytsheimum og einnig hefjast knapamerkjanámskeiðin í dag. Önnur námskeið fyrir krakka hefjast 19. Janúar. Hægt er að fylgjast með dagskrá hallarinnr hér.