Grunnskólamót í hestaíþróttum á morgun
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Hestar
03.04.2009
kl. 09.10
Önnur keppni í Grunnskólamóti í hestaíþróttum fer fram í reiðhöllinni Arnargerði á Blönduósi laugardaginn 4.apríl og hefst kl. 14.00. Keppnin er haldin í samstarfi við hestamannafélögin Léttfeta, Stíganda, Svaða, Neista og Þyt og mega allir skólar á Norðvestur svæðinu taka þátt.
Keppt er í þremur aldursflokkum. 1.-3. bekkur keppir í fegurðarreið á brokki eða tölti. 4.-7. bekkur keppir í tölti, þrígangi (fet, tölt og brokk) og smala og 8.-10. bekkur keppir í tölti, fjórgangi, smala og skeiði.
1.-3.bekkur - Fegurðarreið
4.-7.bekkur - Tölt / Þrígangur / Smali
8.-10.bekkur - Tölt / Fjórgangur / Smali / Skeið