Gul viðvörun í gildi

Skjáskot af vef Veðurstofunnar 4. október kl. 10:10
Skjáskot af vef Veðurstofunnar 4. október kl. 10:10

Veðurstofan varar við versnandi veðri á landinu og nú er gul viðvörun í gildi á Norður­landi vestra og svæðinu í kring; Vestfjörðum, Ströndum og Norður­landi eystra. Í veðurhorfum fyrir Norðurland vestra segir á vedur.is:

"Norðaustan stormur (18-23 m/s) með mjög hvössum vindstrengjum við fjöll sem staðbundið geta farið yfir 35 m/s, einkum við fjöll. Einna hvassast á annesjum og á Ströndum. Búast má við talsverðri slyddu eða rigningu, en snjókomu til fjalla með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum, s.s á Holtavörðuheiði. Samgöngutruflanir eru líklegar. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám."

Veðurhorfur á landinu næstu daga eru á þessa leið:

Á morg­un er spáð mun hæg­ari norðanátt og þá létt­ir víða til en él verða norðaust­an- og aust­an­lands. Kóln­andi veður, frost 0 til 8 stig um kvöldið.

Á laug­ar­dag gengur í hvassa suðaustanátt með rigningu eða slyddu eftir hádegi, en þurrt NA-lands. Heldur hlýnandi veður og lægir V-til um kvöldið. 

Á sunnudag verður vestlæg eða breytileg átt 5-10 m/s og skúrir eða él, einkum um landið norðaustanvert. Hiti 0 til 5 stig að deginum. 

Á mánudag er gert ráð fyrir ákveðinni norðanátt og slyddu eða snjókomu norðvestantil á landinu en rigningu eða slyddu norðaustantil. Annars hægari vindur og úrkomulítið. Svalt í veðri. 

Á þriðjudag og miðvikudag er útlit fyrir austlæga átt. Rigning eða slydda sunnantil á landinu, en úrkomulítið fyrir norðan. Heldur kólnandi veður

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir