Guðmann gerði það gott um helgina í leirdúfuskotfimi
Fjórða STÍ-mót ársins í leirdúfuskotfimi var haldið af Skotíþróttafélagi Suðurlands í fyrradag. Guðmann Jónasson keppti fyrir hönd Markviss á mótinu og hafnaði í 2. sæti á mótinu eftir bráðabana við Gunnar Gunnarsson SFS. Að auki vann Guðmann 1. flokkinn.
Röð efstu manna var eftirfarandi:
1. Örn Valdimarsson SR 113 + 21
2. Guðmann Jónasson MAV 110 + 23 (+2)
3. Gunnar Gunnarsson SFS 109 + 24 (+1)
Nánari úrslit má sjá á heimasíðu skotíþróttasambandsins www.sti.is en framundan eru síðan mót á Akureyri helgina 19. – 20. júní og í Hafnarfirði 3. – 4. júlí.
/Húni.is