Guðmundur aftur til liðs við Tindastól
Guðmundur Vilbergsson hefur gengið í raðir Tindastóls og hefur fengið leikheimild frá KSÍ með liðinu.
Guðmundur sem er fæddur árið 1985 hefur áður leikið með Tindastóli en á síðasta tímabili lék hann hinsvegar með liði Hvatar frá Blönduósi í 2. deildinni. Guðmundur hefur leikið 53 leiki með m.fl.
