Gul vika á Furukoti
feykir.is
Skagafjörður
30.03.2009
kl. 12.26
Það er gul vika á leikskólanum Furukoti þessa vikuna. Munu börnin vinna með gula litinn t.d. með því að mála með gulu, syngja um gula litinn og svo framvegis.
Á föstudaginn enda þau síðan vikuna með gulum degi og er þá mælst til þess að börnin komi í einhverju gulu í leikskólann. Í gulri peysu eða með gula teygju í hárinu. Nú er bara að vona að sólin láti eitthvað sjá sig í vikunni til þess að lífga upp á hið gula þema barnanna.