Gult ástand á landinu í dag

Þær linna ekki látum lægðirnar sem ganga nú hver af annarri yfir landið en gul veðurviðvörun er nú í gildi fyrir allt landið með austan og suðaustan 15-23 m/s í dag. Snjókoma eða slydda með hita kringum frostmark, en rigning sunnan til og hiti 1 til 6 stig. Minnkandi vindur og úrkoma í kvöld og nótt.

Gengur í suðaustan og síðar sunnan 15-25 m/s eftir hádegi á morgun, hvassast vestanlands. Víða rigning, talsverð úrkoma á sunnanverðu landinu um tíma. Hlýnar, hiti 3 til 9 stig seinnipartinn.

Eins og annars staðar á landinu er hvassviðri eða stormur á spásvæði fyrir Strandir og Norðurland vestra austan 18-23 m/s og snarpar vindhviður við fjöll. Snjókoma eða slydda, lélegt skyggni og erfið akstursskilyrði. á umferdin.is segir að snjóþekja, hálka eða hálkublettir séu á flestum leiðum Norðanlands og skafrenningur á fjallvegum. „Miklar sviptingar eru nú í veðrinu og hitinn sveiflast ört. Kólnar með éljum og hálku í kvöld. Síðdegis á morgun má reikna með mjög hvassri S-átt og með sviptivindum og úrhellis rigningu eða slyddu. Flughálka að auki á fjallvegum s.s. á Vestfjörðum og N-landi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir