Hæ hó jippí jei á Sauðárkróki - FeykirTV
feykir.is
Skagafjörður
19.06.2014
kl. 15.39
Þjóðhátíðardegi Íslendinga var fagnað í blíðskaparveðri á Sauðárkróki þann 17. júní. FeykirTV var á staðnum fangaði stemninguna en hátíðarhöldin hófust með í skrúðgöngu frá Skagfirðingabúð að Flæðunum, þar sem hátíðardagskráin fór fram.
Á hátíðarsvæðinu voru fjölbreytt leiktæki og afþreying í boði, s.s. leiktæki og þrautir á vegum Skátafélagsins Eilífsbúa, hoppukastalar, hægt að fara á hestbak og margt fleira. Á meðfylgjandi myndbandi má sjá gleðina og kátínuna sem ríkti þennan fallega dag.
http://youtu.be/zfZ43r8-3xw