Hætt við að loka hraðbankanum á Hofsósi
feykir.is
Skagafjörður
02.11.2018
kl. 12.46
Hætt hefur verið við að loka hraðbankanum á Hofsósi eins og ráðgert hafði verið og hann kominn í gagnið á ný. Í svörum frá Arion banka segir að stöðugt sé verið að skoða hvar sé best að hafa hraðbanka og hvernig best er að haga þjónustunni. „Töluverður kostnaður fylgir rekstri hvers hraðbanka og á Hofsósi var notkunin það lítil að við töldum ekki forsendur fyrir því að hafa hraðbanka þar áfram,“ segir Haraldur Guðni Eiðsson, upplýsingafulltrúi bankans.
„Við höfum nú endurskoðað þá ákvörðun eftir að hafa hlustað á þá gagnrýni sem kom fram. Við munum jafnframt skoða hvort hægt sé að auka notkun hraðbankans, t.d. með bættu aðgengi að honum.“
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.