Hætta á að stoðþjónusta verði lögð niður á HSB
Ekki er búið að ákveða til hvaða ráðstafana verður gripið hjá Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi verði sá niðurskurður sem boðaður er af hálfu ríkisvaldsins að veruleika en að sögn Valbjörns Steingrímssonar forstjóra stofnunarinnar er ljóst að endurskoða þarf nánast alla starfsemina.
-Þetta mun bitna hvað verst á skammtímainnlögnum á sjúkrasviði en þar er m.a. átt við að við munum taka í minna mæli en verið hefur við fólki sem sent er til okkar frá FSA eftir innlögn og meðferð þar. Sjúkrarýmum mun fækka úr 4 í 3. Nýting þessara 4 rýma sem við höfum í dag var í fyrra 113% og á árinu 2008 130%. Hagræðingarkrafan er 36% á sjúkrsviði og 14% á hjúkrunarsviði. Þjónustuskerðing verður mest þar og væntanlega bitna harðast á þeim deildum og þeirri starfsemi sem þar er rekin, segir Valbjörn og bendir á að Austur Húnvetningar munu þá í framtíðinni þurfa að sækja sjúkrahúsþjónustu meira en nú er til Akureyrar. Ýmis stoðþjónusta sem veitt hefur verið mun breytast eða verða lögð niður.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.