Hættulegar sprungur í Ketubjörgum

Í fundi byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar í gærmorgun kom fram að lögreglan í Skagafirði hefði varað við miklum sprungum sem myndast hafa í Ketubjörgum á Skaga, nánar tiltekið í Syðri-Bjargarvík.

Þarna er vinsæll útsýnisstaður yfir björgin og út á Skagafjörðinn. Hreyfingar hafa verið á bergbrúnum á þessum stað og varhugavert að ganga út á þær vegna hrunhættu. Lögreglan hefur girt svæðið af og er allur aðgangur bannaður af öryggisástæðum. Meðfylgjandi myndir tók lögreglan á vettvangi 18. mars síðastliðinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir