Hálka, snjóþekja og éljagangur á Norðurlandi vestra

Á Norðvesturlandi er hálka, snjóþekja og éljagangur. Þæfingsfærð er á Þverárfjalli en verið er að moka. Ófært er á Siglufjarðarvegi. Hálka og skafrenningur er á Vatnsskarði og snjóþekja og skafrenningur er Öxnadalsheiði en unnið að mokstri.

Norðvestan 8-15 m/s og él er á Ströndum og Norðurlandi vestra. Lægir í kvöld og úrkomulítið. Frost 5 til 12 stig. Gengur í suðaustan 8-15 á morgun með snjókomu og minnkandi frosti.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag:

Norðaustan 13-20 m/s á Vestfjörðum og snjókoma. Mun hægari breytileg átt og víða él annars staðar, en hvöss suðvestanátt syðst á landinu. Frost 0 til 6 stig.

Á fimmtudag:

Norðaustan 15-23 m/s NV-til, en 5-10 S- og A-lands. Úrkomulítið á S-verðu landinu, annars snjókoma eða él. Frost 0 til 10 stig, kaldast í innsveitum.

Á föstudag:

Norðaustanátt, skýjað og snjókoma eða él á norðan- og austanverðu landinu. Frost 0 til 8 stig.

Á laugardag og sunnudag:

Breytileg átt, él á víð og dreif og kalt í veðri.

Fleiri fréttir