Hamfarir í heilbrigðisþjónustu

Bóthildur Halldórsdóttir

Miklar hamfarir hafa sett svip sinn á árið sem senn er að líða, bæði náttúruhamfarir og hamfarir af mannavöldum. Og enn halda hamfarirnar áfram, þá á ég við síðustu hamfarasprengju sem fyrrverandi heilbrigðisráðherra kastaði yfir landsbyggðina um leið og hún skellti á eftir sér ráðuneytishurðinni . Útkoman er sviðin jörð um landið allt. 

Þetta segir Bóthildur Halldórsdóttir í aðsendri grein hér á Feyki en þar er hún að lýsa áhyggjum sínum sem hún deilir með samborgurum sínum og segir að beðið hefur verið eftir svörum ráðherra sem þá var Álfheiður Ingadóttir en þeim lofaði hún fólkinu bæði þegar farið var með mótmælalista sem nærri 700 íbúar héraðsins skrifuðu undir til hennar í nóvember síðastliðnum og aftur þegar hún mætti á mótmælafund á Blönduósi.

-Við verðum að láta rödd okkar heyrast ef við viljum eiga einhverja von um að hér verði boðið upp á þá heilbrigðisþjónustu sem við eigum rétt á, segir Bóthildur en pistil hennar má nálgast HÉR.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir