Handverkshátíðin við Hrafnagilsskóla 2011

Handverkshátíðin við Hrafnagilsskóla verður haldin í 19. sinn dagana 5. – 8. ágúst 2011. Umsóknarfrestur vegna þátttöku rennur út 1. maí n.k.. Öllum sem vinna að handverki og hönnun er heimilt að sækja um þátttöku.

Sérstök valnefnd leggur mat á umsóknirnar og velur þátttakendur. Áhugi á handverki og hönnun er gríðarlegur og hefur fjöldi umsókna þegar borist. Í fyrsta sinn í sögu hátíðarinnar verður hátíðin formlega kynnt á Norðurlöndunum handverksfólki og hönnuðum til þátttöku.

Nánari upplýsingar má finna á www.handverkshatid.is

Fleiri fréttir