Hani féll á Steini
Sá leiði atburður átti sér stað á Bænum Steini á Reykjarströnd að haninn á bænum lét lífið. Vasklega var brugðist við í Ráðhúsinu á Sauðárkróki og var eftirfarandi bréf sent út frá Gunnari Sandholt.
Sælir húsbúar og Nafarbúar.
Hani féll á Steini. Þjóðin brást hart við og safnaði fyrir nýjum.
Hlutafjársöfnun er næstum lokið. Stofnfundur verður haldinn á morgun föstudag kl 15:00 í kaffistofu Ráðhúss.
Matseðill: Cola-light, lakkrísdraumur og kleinur. Kaffi líka.
Ásgeir eggjabóndi mun mæta og veita hlutafénu móttöku og afhenda mynd af þeim félögum.
Eftirtaldir hafa reitt fram hlutafé skv. hluthafaskrá:
1. Sandholt
2. AllaH
3. Þórunn E x 2 (G&S)
4. Effa
5. Engilráð
6. Helga B
7. Sigrún Alda
8. Herdís
9. Dóra Heiða
10. Gunna K
11. Guðmundur sveitarstjóri
12. Sísí
Tólf eins og postularnir.
• Ef einhver er oftalinn er hann beðinn að borga
• Ef einhver er vantalinn er hann beðinn að aula til mín nafni sínu
• Ef einhver vill vera með þá láti hann vita.