Harður árekstur í Blönduhlíð
feykir.is
Skagafjörður
23.10.2014
kl. 16.37
Harður árekstur varð við Blönduhlíð í Skagafirði um hádegisbilið í dag. Tveir bílar sem komu úr gagnstæðri átt skullu saman en í öðrum bílnum var bílstjóri ásamt farþega en í hinum bílnum var bílstjórinn einn á ferð. RÚV sagði frá þessu.
Allir voru fluttir á sjúkrahúsið á Akureyri, en enginn í lífshættu. Beita þurfti klippum til að ná einum hinna slösuðu út úr bílnum og þá mun einn þeirra vera meira slasaður en hinir tveir.
Loka þurfti þjóðvegi 1 í um klukkutíma á meðan sjúkralið, slökkvilið og lögregla sinntu fólkinu. Lögreglan á Sauðárkróki varar ökumenn við mikilli hálku og brýnir fyrir fólki að keyra varlega.