Haust í kortunum
Það var haustlegt og kalt að skríða undan sænginni í morgunsárið enda áttin að verða norðanstæð og grátt í fjallstoppum. Á Blönduósi var norðan fimm og 6 gráðu hiti og á Sauðárkrók var hitastigið um fimm gráðurnar.
Spáin fyirr Norðurland vestra næsta sólahringinn er norðaustan 5-13 m/s, hvassast á annesjum, skýjað að mestu og dálitlir skúrir eða slydduél. Hiti 2 til 6 stig, svalara á morgun. Nú er því um að gera að fara að kíkja í geymsluna eftir húfum og vettlingum.