Haustlitir á Hvammstanga
feykir.is
Ljósmyndavefur, Vestur-Húnavatnssýsla
28.09.2012
kl. 09.16
Náttúran tekur á sig nýja mynd og haustlitirnir verða allsráðandi á þessum árstíma. Anna Scheving á Hvammstanga fór með myndavélina í göngutúr á dögunum og nánast er hægt að finna ilminn af haustinu.
Fleiri fréttir
-
Hjörvar búinn að taka skóflustungu að nýju húsnæði veitu- og framkvæmdasviðs
Fyrsta skóflustunga að nýju aðstöðuhúsi fyrir veitu- og framkvæmdasvið Skagafjarðar var tekin nú síðastlðinn mánudag. Það var Hjörvar Halldórsson forstöðumaður veitu- og framkvæmdasviðs sem tók fyrstu skóflustunguna. Um viðbyggingu er að ræða við hús veitnanna að Borgarteig 15 á Sauðárkróki sem fyrst var kallað áhaldahús.Meira -
Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins | Rakel Hinriksdóttir skrifar
Skagafjörður er fallegur. Þar er hátt til lofts og vítt til veggja. Á milli fjalls og fjöru er gróið og lifandi landslag með auðugum jarðargæðum. Fjarðarbotninn er breiður og ávalur, mótaður í árþúsundir af stöðugum framburði jökulfljótanna sem setja sterkan svip á láglendið.Meira -
Íþróttahátíð í Skagafirði - Allir með!
UMSS og Svæðisstöðvar íþróttahéraða standa fyrir íþróttahátíð í Skagafirði í matsal Árskóla og íþróttahúsi Sauðárkróks fimmtudaginn 11. september og verður dagskráin tvíþætt. Verkefnið „Allir með“ er samstarfsverkefni ÍSÍ, UMFÍ og ÍF (Íþróttasamband fatlaðra).Meira -
Sigur í fyrsta æfingaleik haustsins
Fyrsti æfingaleikur Tindastólsmanna í körfunni fór fram sl. mánudagkvöld þegar Arnar þjálfari og lærisveinar hans héldu í háaustur og hittu á endastöð fyrir lið Hattar á Egilsstöðum. Það fór svo að sigur hafðist en lokatölur voru 87-103 fyrir Tindastól.Meira -
Geðlestin stoppar í Gránu í Gulum september
feykir.is Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Mannlíf 09.09.2025 kl. 15.41 oli@feykir.isGeðlestin verður á Sauðárkróki í Gulum september, nánar tiltekið þriðjudaginn 23. september kl. 20:00 í Gránu. Gulur september er forvarnarátak sem er ætlað að auka meðvitund fólks um mikilvægi geðræktar og sjálfsvígsforvarna. Geðhjálp býður öllum til samtals um geðrækt og mikilvægi hennar út lífið og að eiga saman góða stund sem lýkur með stuttum tónleikum þeirra félaga Emmsjé Gauta og Þormóðs. Aðgangur er ókeypis og boðið verður upp á kaffi og með‘í.Meira