Hedband sendu frá sér lagið One Night í haust

Hedband. Karitas til vinstri og Inga Birna til hægri. MYND: SAGA SIG
Hedband. Karitas til vinstri og Inga Birna til hægri. MYND: SAGA SIG

Króksaranum Ingu Birnu Friðjónsdóttur er margt til lista lagt en nýlega svaraði hún Tón-lystinni í Feyki. Þar kom fram að fyrr í haust gaf hún út nýtt lag, One Night, ásamt félögu sinni, Karitas Hörpu Davíðsdóttur, en þær söngkonur skipa saman dúóið Hedband. Karitas kannast örugglega margir viið en hún sigraði The Voice Ísland snemma árs 2017. Með þeim í laginu er tónlistarmaðurinn og pródúsentinn Thorisson.

Hugmyndin að Hedband segir hún að hafi kviknað í gríni þegar þær stöllur sóttu lagasmíðanámskeið saman en var fljótlega snúið upp í alvöru þegar þær voru sammála um að hugmyndin væri of skemmtileg til að gera hana ekki að veruleika. „Síðasta púslið í spilið var síðan þegar Borgar (Thorisson) kom inn í þetta með hárrétta hljóðheiminn og þá var ekki aftur snúið. One Night er fyrst lag Hedband og Thorisson og er vinna við fleiri lög hafin enda stefnum við á að gefa út EP plötu snemma á næsta ári,“ segir Inga Birna.

„Mitt hljóðfæri er raddböndin eins og er en ég er byrjuð að læra á píanó,“ segir hún en ásamt því að vera í Hedband vinnur Inga Birna einnig að sínu fyrsta sóló-lagi sem væntanlegt er á næstunni.

Foreldrar Ingu Birnu eru Auður sjúkraþjálfari og Friðjón læknir á Króknum. „Þau búa þar enn gömlu hjúin en ég er búin að vera á flakki frá 16 ára aldri,“ segir hún. Nánar má lesa um tón-lyst Ingu Birnu í 36. tölublaði Feykis.

Hér er hægt að hlusta á lagið One Night með Hedband og syngja með >

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir