Heitavatnslaust á Sauðárkróki

Vegna tengingar á nýrri stofnlögn verður heitavatnslaust á Sauðárkróki frá kl. 22. föstudaginn 13. júní nk. og fram eftir degi laugardaginn 14. júní. Lokunin er hluti af endurnýjun stofnlagnar frá dælustöð á Borgarmýrum að Sauðárkróksbraut. Verktaki eru Vinnuvélar Símonar en að tengingu nýju lagnarinnar aðfaranótt laugardags koma einnig starfsmenn Skagafjarðarveitna ásamt suðumönnum frá Vélaverkstæði KS.

Húsráðendur eru hvattir til að sjá til þess að skrúfað sé fyrir alla heitavatnskrana að kvöldi föstudags til að koma í veg fyrir tjón þegar vatni verður hleypt aftur á.

Nánari upplýsingar vegna lokunarinnar má nálgast hér á heimasíðu Skagafjarðarveitna þar sem greint verður frá framvindu verksins á meðan á því stendur. Einnig eru veittar upplýsingar í síma 455-6200 á skrifstofutíma.

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

/Fréttatilkynning

Fleiri fréttir