Heitavatnslaust á Sauðárkróki

Veitumenn ætla að gera við leka og fleira í dælustöð Borgarmýrum. Það hefur í för með sér vatnsleysi á Sauðárkróki og nágrenni .

Þessari viðgerð fylgir áríðandi tilkynning til íbúa á Sauðárkróki, norðvesturhluta Hegraness og Sauðárkróksbrautar að Gili. Lokað verður fyrir heita vatnið fimmtudaginn 30. maí nk. frá kl. 17. og fram eftir nóttu vegna viðhalds í aðaldælustöð. Íbúum er bent á að skilja ekki eftir opna krana, slökkva á gólfhitadælum og huga að húskerfum.

Skagafjarðarveitur biðjast velvirðingar á þessum óþægindum

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir