Heitavatnslaust í kringum Bárustíg vegna bilunar

Bilun er í stofnæð á Bárustíg á Sauðárkróki og verður því heitavatnslaust á svæðinu þar í kring meðan gert verður við. Samkvæmt fréttatilkynningu frá Skagafjarðarveitum er ekki hægt að segja til um hvenær vatn kemst aftur á en viðgerð verður hraðað sem kostur er.

Fleiri fréttir